Blaðamennirnir fjórir, sem notið hafa réttarstöðu sakborning vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs, hafa verið boðaðir til skýrslutöku að nýju af lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins. Þegar er búið að taka skýrslu af tveimur þeirra.
Blaðamennirnir sem um ræðir eru þau Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir á Ríkisútvarpinu, Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum.
Hlutu þau réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja, nokkra starfsmenn fyrirtækisins, sem þótti það ekki ganga nógu hart í vörn sinni vegna frétta af umsvifum þess í Namibíu.
Þar á meðal Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, en hann hefur lagt fram kæru til lögreglu vegna stuldar á síma og notkunar á gögnum úr honum.
Þórður Snær og Arnar Þór mættu í skýrslutöku í dag, en Þóra og Aðalsteinnn bíða sinnar skýrslutöku.