Tæplega helmingur lækna í námi erlendis

Frá gjörgæsludeild Landspítala.
Frá gjörgæsludeild Landspítala. Ljósmynd/Landspítali

Samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands útskrifuðust 49 læknar frá Háskóla Íslands vorið 2020 en 34 íslenskir læknar frá erlendum háskólum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Árið eftir, 2021, útskrifuðust 50 læknar frá HÍ en 35 frá erlendum háskólum og í vor, árið 2022, útskrifuðust 32 læknar frá HÍ og 26 erlendis. Hlutfall íslenskra lækna sem fara í grunnnám erlendis er því mjög hátt eða rúmlega 42% að meðaltali, þessi þrjú síðustu ár.

Samkvæmt mannaflaspá Læknafélags Íslands þarf að útskrifa fleiri en 90 lækna árlega til að næg nýliðun sé í faginu.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, varpaði þeirri spurningu fram í Morgunblaðinu 30. júlí sl. hvort „við værum tilbúin að treysta á erlenda háskóla til að útskrifa stóran hluta af okkar læknum eins og verið hefur undanfarin ár“.

Sextíu nemendur árlega

Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, segir að talsverður fjöldi sæki í nám erlendis en aðeins 60 nemendur eru teknir inn í læknadeildina árlega. Þó sækja umtalsvert fleiri um námið.

„Það gætir samt ákveðins misskilnings í þessu máli. Fólk heldur að við í læknadeildinni viljum ekki fjölga nemendum hjá okkur, en ástæðan er sú að eins og læknanámið er uppbyggt, þá skiptist það í grunnnámið og síðan klíníska námið, sem fer fram að langmestu leyti inni á Landspítala, og það eru þessar klínísku greinar sem ráða ekki við meiri fjölda.“

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert