Vill skýringar á takmörkuðu aðgengi barna

Þess er óskað að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli …
Þess er óskað að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin er reist. mbl.is

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar um að takmarka aðgengi barna að gosstöðvunum í Meradölum.

Þetta kemur fram á vef umboðsmanns Alþingis.

Þess er óskað að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli umrædd ákvörðun er reist og veiti jafnframt upplýsingar um hvaða gögn, upplýsingar eða röksemdir hafi legið til grundvallar því mati að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að svæðinu.

Óskað eftir svörum innan viku

Óskað er upplýsinga um hvort og þá hvenær þessi ákvörðun hafi tekið gildi og hvort henni hafi verið markaður sérstakur gildistími.

Þá spyr umboðsmaður hvort og þá með hvaða hætti lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi kynnt almenningi ákvörðun sína eða hyggist gera slíkt. Óskað er eftir svörum innan viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert