Greiddi allan yfirdrátt samtakanna

Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, segir að framlagið auðveldi …
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, segir að framlagið auðveldi reksturinn. Samsett mynd

„Við erum alveg gríðarlega þakklát, það er ótrúlega gott að finna að það sé fólk í samfélaginu sem finnur sig knúið til að styðja okkur og styrkja.“

Þetta segir Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, eftir að ónefndur velgjörðarmaður ákvað að greiða upp allan útistandandi yfirdrátt samtakanna, en Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Álfur segir í samtali við mbl.is að um fimm milljóna króna framlag hafi verið að ræða sem maðurinn hafi greitt í vikunni.

Geta mætt þörfinni

„Á sama tíma vildum við náttúrulega óska þess að til þess hefði ekki þurft að koma, en það er þannig núna og við þökkum þessum manni kærlega fyrir. Hann sá fréttir af fjárhagsstöðu samtakanna og hringdi sjálfur til okkar.“

Álfur segir að framlagið auðveldi svo sannarlega rekstur samtakanna.

„Beiðnum um þjónustu hefur farið fjölgandi og við gerum okkar allra besta til að verða við því og eins og staðan var orðin þá þurftum við bara að gera það með yfirdrætti, en nú getum við róað aðeins léttar og mætt þörfinni.“

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert