Skatturinn hefur afgreitt 10.679 umsóknir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu í tengslum við átakið Allir vinna það sem af er ári. Úrræðið rennur út um næstu mánaðamót. Þetta er mikil fækkun frá því í fyrra þegar ríflega 58 þúsund umsóknir voru afgreiddar.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.
Um 1,8 milljarðar króna hafa verið endurgreiddir það sem af er ári en tæplega ellefu milljarðar voru greiddir út í fyrra. Mest hefur verið greitt út til einstaklinga vegna íbúðarhúsnæðis.
Hafa ber þó í huga að úrræðið var í gildi allt árið í fyrra og þá var hægt að fá endurgreitt vegna bílaviðgerða. Svo er ekki nú.
Meira í Morgunblaðinu í dag.