Táningar sem skáru niður fánana

Skorið var á bönd á níu fánastöngum þar sem regnbogafánar …
Skorið var á bönd á níu fánastöngum þar sem regnbogafánar voru við hún. Ljósmynd/Gunnar Aron Ólason

Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokið rannsókn á eignaspjöllum sem unnin voru á Hellu aðfaranótt síðasta mánudags, en þar var skorið á bönd níu fánastanga, þar sem  regnbogafánar voru við hún. Reyndust nokkur 14 og 15 ára gömul börn hafa verið að verki.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að rannsókn lögreglu hafi, líkt og í öllum málum, miðað að því m.a. að afla allra tiltækra gagna um verknað þann sem um ræðir og öll nánari atvik sem ætla má að skipt geti máli, þ.á m. hvaða hvatir hafi legið að baki verknaðinum.

„Við rannsókn málsins kom í ljós að þarna höfðu nokkur 14 og 15 ára gömul börn verið að verki. Málið telst nú upplýst og í hefðbundnu afgreiðsluferli hjá lögreglu og barnavernd,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert