Vinir Ragga Bjarna tróðu upp á Hrafnistu

Ásgeir Páll, Björgvin Frans Gíslason og Þorgeir Ástvaldsson eru Vinir …
Ásgeir Páll, Björgvin Frans Gíslason og Þorgeir Ástvaldsson eru Vinir Ragga Bjarna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Vinir Ragga Bjarna, sem samanstendur af þremur velunnurum söngvarans heitins, mætti í gær á Hrafnistu í Hafnarfirði til þess að troða upp og gleðja heimilisfólkið með söng, glensi og sögum af goðsögninni Ragnari Bjarnasyni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

„Þetta byrjaði nú á frekar fallegan hátt,“ sagði Björgvin Franz Gíslason um stofnun sveitarinnar þegar blaðamann bar að garði í betri stofu Hrafnistu í Hafnarfirði, örfáum mínútum áður en stigið var á svið. Björgvin, líkt og kunnugt er, brá sér í gervi söngvarans í söngleiknum vinsæla Ellý.

„Já, við eigum það sammerkt að hafa átt samleið með Ragnari Bjarnasyni, dægurlagasöngvaranum sem á hvað lengstan feril að baki í íslenskri tónlistarsögu,“ sagði Þorgeir, nýstiginn upp af orgelinu eftir vænan leik.

„Við berum honum allir svipaða sögu. Þú gleymir því ekki hafirðu lifað það að vinna með Ragnari Bjarnasyni.“

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka