Allir aðilar að stunguárás er varð við Ingólfstorg í nótt eru undir tvítugu. Þrír voru handteknir og einn fluttur á slysadeild eftir að hafa verið stunginn í bakið með hníf.
Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki fengust nánari upplýsingar um ástand drengsins.
Vísir greindi frá því í dag að tveir hópar ungra pilta hefðu mæst í áflogum og stunguárásin orðið í kjölfarið.