Beri að varast gasmengun við gosstöðvarnar í kvöld

Gasið er lyktarlaust.
Gasið er lyktarlaust. mbl.is/Tómas Arnar

Gasmengun gæti safnast saman nær gossvæðinu, í nótt og á morgun, vegna hægviðris. 

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands verður veðrið að mörgu leyti ágæt við gosstöðvarnar en þó ber að varast gosmengunina í kvöld og nótt. Hann bendir á að mengunin sé lyktarlaus og geti því komið fólki að óvörum.  

Í nótt verður hæg vestlæg átt og mun mengunin berast til norðausturs og austurs í átt að höfuðborgarsvæðinu, Hellisheiði og Ölfus. 

„Loftið getur orðið alveg mettað og þá getur dottið niður í þoku um tíma. Það er það sem er varasamast.“

Á morgun verður suðlæg átt 3-8 á morgun og gasmengun fer til norðausturs. 

Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að gosóróinn hafi dottið niður snemma í morgun en sé nú kominn upp aftur.

„Það er enn allt í gangi þarna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka