Einstaklingur var stunginn í bakið með hnífi í miðbænum í nótt. Gerandi flúði af vettvangi og var leit enn í gangi rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Árásarþoli var fluttur með meðvitund á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Í miðbænum barst einnig tilkynning af ferðamanni sem hafði hlaupið frá reikningi af veitingastað. Hann hefur ekki fundist og er málið í rannsókn.
Tilkynnt var um mann sem veittist að starfsfólki í apóteki í Kópavogi en einstaklingurinn var farinn af vettvangi er lögreglu bar að garði. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð, einnig í Kópavogi. Grunaður var kærður á vettvangi fyrir þjófnað.
Í Breiðholti barst tilkynning um hóp af krökkum sem voru að reyna að kveikja í leiktækjum á skólalóð. Þau voru farin er lögregla kom á vettvang og sástu engar skemmdir á leiktækjunum.