Vinnuslys varð í dag er maður fótbrotnaði á fimmtu hæð húss við Mýrargötu í miðbæ Reykjavíkur.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ákveðið að nota körfubíl til þess að sækja manninn vegna framkvæmdanna í húsinu.
Maðurinn verður fluttur á slysadeild.