Þrír hafa verið handteknir í tengslum við stunguárás sem varð í miðbænum í nótt. Þetta staðfestir varðstjóri lögreglu í samtali við mbl.is.
Ágreiningur kom upp áður en einstaklingur var stunginn í bakið en málið er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að ræða við alla aðila málsins.
Lögreglan hafði ekki upplýsingar um líðan árásarþola en í dagbók lögreglu í morgun var greint frá því að hann hafi verið með meðvitund er hann var fluttur á slysadeild.