Kastaði flösku í höfuðið á annarri manneskju

mbl.is/Eggert

Líkamsárás varð í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í nótt þar sem flösku var kastað i í höfuð á annarri manneskju.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Hinn slasaði var fluttur á slysadeild undir læknishendur. Meintur gerandi var handtekinn stuttu síðar, fluttur á lögreglustöð og vistaður vegna málsins.

Þá var maður handtekinn í Hlíðunum rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi, grunaður um sölu fíkniefna og lyfja. Við frekari rannsókn lögreglumanna kom í ljós að maðurinn hafði ekki landvistarleyfi í Evrópu. Maðurinn færður til skýrslutöku á lögreglustöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert