Katrín hleypur fyrir Alzheimer-samtökin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Alzheimer-samtökunum í Reykjavíkurmaraþoninu næsta laugardag.

Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook en hún ætlaði að hlaupa í maraþoninu í fyrra áður en því var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 

Innblásturinn frá Ellýju og Magnúsi

„Ég hef ekki verið alveg jafn dugleg í æfingum og í fyrra en ég ætla samt að láta á það reyna að hlaupa og sjá hvort ég næ ekki í mark (segjum sem minnst um tímann).“

Katrín fór að hlaupa að ráði eftir að hún fótbrotnaði árið 2020. 

Hún segir að innblásturinn til að styrkja Alzheimer-samtökin komi frá Magnúsi Karli Magnússyni og Ellýju Katrínu Guðmundsdóttur.

„Ellýju þekki ég frá gamalli tíð. Hún kenndi mér svo ótal margt um sjálfbærni og umhverfisvernd þegar ég varð formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar en þá var hún yfir umhverfissviði borgarinnar. Og þá urðu ýmis framsækin mál að veruleika. Magnús og Ellý hafa opnað augu okkar margra fyrir Alzheimer-sjúkdómnum með opinskárri umræðu, meðal annars á þessum miðli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka