Lítur björtum augum til skólaársins

Hér er verið að flota gólfið í Hagaskóla.
Hér er verið að flota gólfið í Hagaskóla. mbl.is/Hákon Pálsson

Fram­kvæmd­ir standa enn við Haga­skóla í Reykja­vík vegna myglu sem greind­ist í skól­an­um í nóv­em­ber á síðasta ári. Grun­ur vaknaði í lok októ­ber um að ekki væri allt með felldu í norðausturálmu skól­ans og eft­ir rann­sókn var ákveðið að rýma tvær álm­ur skól­ans og finna bráðabirgðahús­næði fyr­ir nem­end­ur 8. og 9. bekkj­ar.

Eft­ir nán­ari skoðun á hús­næðinu var ákveðið og samþykkt í borg­ar­ráði í apríl að rífa tvær elstu álm­ur skól­ans og byggja nýtt og er áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina 4.600 millj­ón­ir króna.

Ingi­björg Jós­efs­dótt­ir skóla­stjóri Haga­skóla seg­ir að áætlað sé að fram­kvæmd­ir standi yfir þetta skóla­ár.

Verklok áætluð haustið 2023

„Við not­um bara nýj­ustu álm­una sem byggð var um 1990 og þar mun kennsla 10. bekkj­ar fara fram á skóla­ár­inu, en 8. og 9. bekk­ur verða áfram í bráðabirgðahús­næðinu í Ármúla 28-30.“

Hún seg­ir að reynt sé að draga eins og mögu­legt er úr raski fyr­ir nem­end­ur enda hafi for­eldra­fé­lagið lýst yfir áhyggj­um af ástand­inu og reynt sé að bregðast við því af mætti.

Skólar­úta fer með nem­end­ur í Ármúl­ann og aft­ur til baka að skóla­degi lokn­um. „Við prófuðum þetta frá ára­mót­um á síðasta vetri og við þurft­um aðeins að venja börn­in við, en það var farið að ganga mjög vel und­ir vorið.“

Hún seg­ir að all­ar verk­grein­ar séu kennd­ar í Ármúla. „Þetta ástand hef­ur haft áhrif á val­fög nem­enda og núna í vet­ur verður heim­il­is­fræði aðeins kennd í 8. bekk, sem er mjög leiðin­legt því þetta er vin­sælt fag hjá okk­ur.“

Hún seg­ist þó horfa björt­um aug­um til skóla­árs­ins. „Þetta er ástand sem við breyt­um ekki. Við erum bet­ur sett en í fyrra, því við erum núna með ör­uggt bráðabirgðahús­næði í Ármúl­an­um, en ekki á þessu flakki sem við vor­um á síðasta ári fram yfir ára­mót. Sam­an­borið við það rót upp­lif­um við ákveðið ör­yggi.“

Hún seg­ir að á fundi á fimmtu­dag hafi verið farið yfir stöðuna með verk­taka og þar hafi komið fram að áætluð verklok séu fyr­ir næsta haust. „Það er samt mikið talað um erfið aðföng í bygg­inga­geir­an­um, en ég treysti því að þetta gangi eft­ir. Það er ekk­ert í boði annað en að vera bjart­sýnn.“

Kom­inn tími á end­ur­bæt­ur

Mygla virðist vera land­lægt vanda­mál í skóla­kerf­inu en mikið hef­ur verið fjallað um mál­efni Foss­vogs­skóla og núna síðast í Myllu­bakka­skóla í Reykja­nes­bæ. Mygla hef­ur komið upp í mun fleiri skól­um bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og úti á landi.

Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs hjá Reykja­vík­ur­borg, seg­ir skóla­bygg­ing­ar borg­ar­inn­ar á mis­mun­andi aldri.

„Það er kom­inn tími á veru­leg­ar end­ur­bæt­ur og viðhald í mörg­um skóla­bygg­ing­um og borg­in hef­ur gert áætl­un um viðhald og því miður hafa sums staðar orðið skemmd­ir vegna raka sem valda myglu og við því er borg­in að bregðast eft­ir því sem þessi mál koma í ljós. Þetta er verk­efni sem borg­in er að taka núna fast­ari tök­um en gert hef­ur verið til margra ára.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert