Metfjöldi lagði leið sína að gosinu

Samkvæmt teljara Ferðamálastofu fóru 6.496 að gosstöðvunum í gær.
Samkvæmt teljara Ferðamálastofu fóru 6.496 að gosstöðvunum í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls fóru 6.496 manns að gosstöðvunum í Meradölum í gær og er það metfjöldi frá því að eldgos hófust á Reykjanesskaga í mars á síðasta ári. 

Þetta kemur fram á teljara Ferðamálastofu en fyrra met var sett 28. mars í fyrra er 6.032  gengu að gosstöðvunum á einum degi.

Alls hafa 22.818 gengið að gosstöðvunum síðustu sjö daga. Heildarfjöldi ferðamanna frá því að talning hófst 24. mars í fyrra er 472.677.

Samkvæmt teljurunum eru nú flestir á ferð um hádegisbilið.

Í dag verður norðanátt á gossvæðinu um 5-13 og mun gosmengunin fara til suðurs og suðausturs samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert