Snemma í morgun barst lögreglu tilkynningu um einstakling sem væri að reyna komast inn á skemmtistað í miðbænum með hníf og hnúajárn.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Viðkomandi afhenti lögreglu vopnin og var hann kærður fyrir brot á vopnalögum.
Þá barst lögreglu tilkynning um slagsmál á Ingólfstorgi. Tveir einstaklingar höfðu ráðist á annan sem var með minniháttar áverka eftir árásina.
Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á skemmtistað í miðbænum. Þar hafði einstaklingur rifið í hár stúlku og slegið hana í hnakkann.