Af þeim fjórum leikskólum sem Reykjavíkurborg hugðist opna fyrir haustið hefur einn opnað dyr sínar, Ævintýraborg á Eggertsgötu.
Ævintýraborgum við Nauthólsveg, Barónsstíg, og Vogabyggð hefur seinkað um allt frá átta mánuðum upp í ellefu mánuði.
Nafnið vísar til leikskóla í færanlegum einingum eða skúrum.
Borgin var of fljót á sér að bjóða börnum leikskólavist á Ævintýraborg á Nauthólsvegi og það eru mistök sem hún hyggst læra af, að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.
„Við vorum alltof fljót að bjóða pláss án þess að við sæjum fyrir verklokin,“ segir hann og bætir við að það hafi skapað óróa hjá öllum.
„Viljinn til þess að gera þetta fyrir foreldra var mjög mikill, en því miður lentum við í þessum hremmingum,“ segir hann og vísar til erfiðleika í framkvæmdum, áhrifa stríðsins í Úkraínu og kórónuveirufaraldursins sem hafi sett strik í reikninginn.
90 börn fengu boð um leikskóladvöl í Ævintýraborgum við Eggertsgötu og á Nauthólsvegi í nóvember 2021 en dæmi eru einnig um að börnum hafi verið boðin leikskólavist í vor, án þess að hægt hafi verið að standa við það.
Buðuð þið í plássin án þess að vita hvort þau væru tilbúin?
„Það er boðið í plássin um leið og þau eru tilbúin,“ segir Helgi. Hann segist fá betri yfirsýn yfir innritun barna í leikskólana á fundi stýrihópsins Brúum bilið.
Nánar í Morgunblaði dagsins.