Ævintýrum seinkar hjá borginni

Ævintýraborgunum seinkar. Borgarfulltrúar tóku skóflustungur að nýrri ævintýraborg í Vogabyggð …
Ævintýraborgunum seinkar. Borgarfulltrúar tóku skóflustungur að nýrri ævintýraborg í Vogabyggð í vor en framkvæmdum á henni hefur seinkað. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Af þeim fjórum leikskólum sem Reykjavíkurborg hugðist opna fyrir haustið hefur einn opnað dyr sínar, Ævintýraborg á Eggertsgötu.

Ævintýraborgum við Nauthólsveg, Barónsstíg, og Vogabyggð hefur seinkað um allt frá átta mánuðum upp í ellefu mánuði.

Nafnið vísar til leikskóla í færanlegum einingum eða skúrum. 

Borgin var of fljót á sér að bjóða börnum leikskólavist á Ævintýraborg á Nauthólsvegi og það eru mistök sem hún hyggst læra af, að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.

„Við vorum alltof fljót að bjóða pláss án þess að við sæjum fyrir verklokin,“ segir hann og bætir við að það hafi skapað óróa hjá öllum. 

Margt sett strik í reikninginn

„Viljinn til þess að gera þetta fyrir foreldra var mjög mikill, en því miður lentum við í þessum hremmingum,“ segir hann og vísar til erfiðleika í framkvæmdum, áhrifa stríðsins í Úkraínu og kórónuveirufaraldursins sem hafi sett strik í reikninginn.

90 börn fengu boð um leikskóladvöl í Ævintýraborgum við Eggertsgötu og á Nauthólsvegi í nóvember 2021 en dæmi eru einnig um að börnum hafi verið boðin leikskólavist í vor, án þess að hægt hafi verið að standa við það.

Buðuð þið í plássin án þess að vita hvort þau væru tilbúin?

„Það er boðið í plássin um leið og þau eru tilbúin,“ segir Helgi. Hann segist fá betri yfirsýn yfir innritun barna í leikskólana á fundi stýrihópsins Brúum bilið.

Nánar í Morgunblaði dagsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert