„Loksins er verið að opna áfangaheimili fyrir konur sem borgin er að reka, við erum með annað heimili fyrir karla sem ég er líka forstöðukona yfir, það hefur verið opið síðan 2009,“ segir Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Morgunblaðið.
Rætt er um fyrsta áfangaheimili á vegum borgarinnar fyrir konur sem opnað var formlega nú fyrir helgina og er við Njálsgötu. „Markmiðið er að útvega konum öruggt heimili þar sem þær geta búið og verið í umgengni við börnin sín ef þær eiga börn. Þarna verða allar vistkonur í endurhæfingu og þetta eru allt stúdíóíbúðir sem er alveg nýtt,“ segir félagsráðgjafinn.
Aðeins sé um eitt annað áfangaheimili fyrir konur að ræða, sem sé Dyngjan. „Það eru bara herbergi svo þetta er stórt skref fram á við í þjónustu við konur.
Meira í Morgunblaðinu.