Efasemdir um stórfellda landflutninga

Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi.
Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Við leggjumst ekki gegn námuvinnslu, þarna er skilgreind náma. En við verðum að sjá útfærsluna öðruvísi,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi í samtali við Morgunblaðið um áform og mat á umhverfisáhrifum mikilla þungaflutninga með vikur í gegnum sveitarfélagið.

Hann segir að sveitarstjórnin hafi ekki enn fjallað um umhverfismatsskýrsluna en ljóst sé að miklar efasemdir séu uppi um þessa landflutninga.

Þá dregur hann í efa það mat sem lýst er í skýrslunni á áhrifum flutninganna á umferð. Þar eru þau metin óverulega neikvæð.

„Eins með ferðamennsku og útivist. Eins og við vitum er þjóðvegurinn lífæð ferðamennsku.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka