Domaine Franck Millet og Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla hvítvínsflöskur af gerðinni Sancerre Domaine Franck Millet 2021 eftir að aðskotahlutur fannst í vörunni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi.
Einungis er kallað eftir flöskum með lotunúmer L4021, en það er að finna á miða aftan á flöskunni.
Þeim sem kunna að hafa keypt vöruna er boðið að skila henni til seljanda til að fá endurgreitt.