Kölluð út vegna bráðra veikinda í skemmtiferðaskipi

TF-GNA við flugskýli Landhelgisgæslunnar.
TF-GNA við flugskýli Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi úti fyrir Eyjafirði.

Frá þessu greinir Gæslan í tilkynningu. Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Aurora, sem var þá statt um 25 sjómílur austnorðaustur af Grímsey, hafði samband seint í gærkvöldi við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna veikinda eins farþegans um borð í skipinu.

Áhöfnin á TF-GNA var kölluð út til að koma farþeganum á sjúkrahús og rétt fyrir klukkan eitt í nótt var búið að hífa farþega skemmtiferðaskipsins um borð í þyrluna og var haldið með hann á sjúkrahúsið á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert