Næturfrost gerði í Víðidal í nótt. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir það ekki óalgengt að næturfrost verði á þeim stað í ágúst.
Nú sé farið að dimma og meðan kalt loft er yfir landinu megi búast við að það fari að frysta um nætur. Það þykir þó snemmt ef næturfrost mælist víðar í Reykjavík á næstu dögum.
Annars staðar í Reykjavík var hiti rétt yfir frostmarki.
Á Sandskeiði og á Hólum í Dýrafirði mældist hiti undir frostmarki.