Borgin var of fljót á sér að bjóða börnum leikskólavist á Ævintýraborg á Nauthólsvegi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, gengst við þessu.
Níutíu börnum var boðin leikskólavist í Ævintýraborgum á Eggertsgötu og Nauthólsvegi í nóvember síðastliðnum en síðarnefndi leikskólinn er ekki tilbúinn.
Þrjár af fjórum Ævintýraborgum eru ekki enn tilbúnar en gert er ráð fyrir að tvær þeirra opni í október og ein í desember.
Fulltrúar Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðisflokksins telja tímabært að borgin leysi vandann, líkt og lofað var fyrir kosningar.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.