Afkastamikill símaþjófur kallaður fyrir dóm

Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að stela níu farsímum …
Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að stela níu farsímum úr klefa í Laugardalshöll. mbl.is/Ómar Óskarsson

Maður á fer­tugs­aldri hef­ur verið ákærður fyr­ir stuld á 34 farsím­um, tölvu og heyrn­ar­tól­um, úlpu og greiðslu­korti, á 10 daga tíma­bili. Ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um það hvar maður­inn held­ur til, en fyr­ir­taka fer fram í máli hans þann 5. októ­ber í héraðsdómi Reykja­vík­ur. 

Maður­inn er ákærður í 11 liðum, auk þess sem einn brotaþola hef­ur gert einka­rétt­ar­köfu til þess að fá tjón sitt bætt. Er það 15 ára stúlka, en maður­inn er ákærður fyr­ir að hafa stolið greiðslu­korti henn­ar og tekið út 10 þúsund krón­ur í tvígang.  

Þræddi íþróttamiðstöðvar í fjár­sjóðsleit

Þann 3. des­em­ber á síðasta ári, á maður­inn að hafa farið inn í bún­ings­klefa í Skauta­höll­inni í Reykja­vík og stolið þaðan tveim­ur farsím­um af gerðinni Sam­sung Galaxy A20 og Sam­sung Galaxy A70. 

Tveim­ur dög­um seinna er hann ákærður fyr­ir að hafa farið inn í bún­ings­klefa í Breiðablik og stolið tveim­ur sím­um af gerðinni Apple iP­ho­ne. 

Þá hafi hann farið inn í bún­ings­klefa í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ, þann 6. des­em­ber, og stolið þaðan tveim­ur farsím­um af gerðinni Apple iP­ho­ne, ein­um af gerðinni Sam­sung S20, heyrnatól­um af gerðinni Apple airpods og reiðufé að fjár­hæð 4.958. 

Bún­ings­klefi í íþróttamiðstöð Þrótt­ar virðist hafa orðið fyr­ir val­inu næsta dag, en þaðan er maður­inn ákærður fyr­ir að hafa stolið farsíma af gerðinni Apple iP­ho­ne X og farsíma af gerðinni Sam­sung A5. 

Seinna þann sama dag er maður­inn sakaður um að hafa stolið tveim­ur farsím­um af gerðinni Sam­sung Galaxy A51, úr Dala­skóla í Reykja­vík. 

Úr Laug­ar­dals­höll er hann ákærður fyr­ir að hafa stolið níu farsím­um af gerðinni Apple iP­ho­ne og farsíma af gerðinni Sam­sung S, þann 8. des­em­ber. 

Á ný er hann sakaður um að hafa farið inn í bún­ingsklega í Skauta­höll­inni að Múla­vegi í Reykja­vík og stolið þaðan farsíma af gerðinni Sam­sung Galaxy A02, þann 9. des­em­ber. 

Sama dag hafi hann stolið átta farsím­um og tveim­ur greiðslu­kort­um í eigu tveggja fjór­tán ára stúlkna, úr bún­ings­klefa í Gróttu, íþróttamiðstöð á Seltjarn­ar­nesi. 

Loks er hann ákærður fyr­ir að hafa stolið þrem­ur farsím­um af gerðinni Apple iP­ho­ne, ein­um farsíma af gerðinni Sam­sung Galaxy s10e, far­tölvu af gerðinni Mac­Book Pro og úlpu af gerðinni Moncler. Átti þetta sér stað þann 13. des­em­ber.

Í byrj­un fe­brú­ar á þessu ári var maður­inn stöðvaður vegna akst­urs án öku­rétt­inda og án ör­ygg­is­belt­is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert