Búast má við því að hiti verði í kringum 2 til 8 stig í dag. Fremur hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart, en skýjað norðaustan og austanlands til morguns.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.
Eftir hádegi verður suðvestlæg átt, á bilinu 3 til 8 metrar á sekúndu, og víða bjart, en skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands.
Vaxandi suðaustanátt á suðvestanverðu landinu er að vænta þegar líður á kvöldið.
Á morgun mun svo gera suðaustan hvassviðri eða storm sunnan- og vestanlands. Því fylgir talsverð rigning, en snýst í sunnan 8 til 13 metra á sekúndu, með skúrum, þegar líður á daginn.
Mun hægari vindur verður á norðaustanverðu landinu og úrkomulítið. Þar verður hitinn á bilinu 9 til 14 stig.