Dregið hefur verulega úr gosinu

Horft yfir gosstöðvarnar og hraunelfina niður í Meradali. Eldrí gígur …
Horft yfir gosstöðvarnar og hraunelfina niður í Meradali. Eldrí gígur úr Geldingadalagosi í forgrunni. mbl.is/Árni Sæberg

Meðal­rennsli hrauns upp á yf­ir­borðið í eld­gos­inu í Mera­döl­um mæld­ist 3-4 rúm­metr­ar á sek­úndu frá laug­ar­degi til gær­dags­ins. Þetta sýna nýj­ustu mæl­ing­ar Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands, eft­ir að flogið var yfir gosstöðvarn­ar þessa daga.

Í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni seg­ir að mjög hafi dregið úr gos­inu, svo að ekki verði um villst.

Til sam­an­b­urðar var hraun­flæðið 4.-13. ág­úst metið að meðaltali 11 rúm­metr­ar á sek­úndu.

Gosop­um fækkað

„Er þetta í sam­ræmi við að und­an­farna daga hef­ur gosop­um fækkað og hrauntaum­ar hafa runnið skem­ur í Mera­döl­um en var fram­an af,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ómögu­legt sé að segja um á þessu stigi hvort gos­lok séu nærri, eða hvort nú er aðeins tíma­bundið lág­mark í gos­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert