Erlendir ríkisborgarar eru nú 60 þúsund

Samtals eru nú rúmlega 60 þúsund erlendir ríkisborgarar búsettir á …
Samtals eru nú rúmlega 60 þúsund erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Arnþór Birkisson

Sam­tals eru nú rúm­lega 60 þúsund er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar bú­sett­ir á Íslandi sam­kvæmt nýbirt­um töl­um Þjóðskrár Íslands. Var 60.171 er­lend­ur rík­is­borg­ari skráður með bú­setu hér á landi 8. ág­úst síðastliðinn. Hef­ur þeim fjölgað um 5.192 frá 1. des­em­ber í fyrra eða um 9,4%.

„Úkraínsk­um rík­is­borg­ur­um hef­ur fjölgað um 564,4% frá 1. des­em­ber sl. og voru þann 8. ág­úst sl. 1.588 úkraínsk­ir rík­is­borg­ar­ar skráðir til heim­il­is á Íslandi sam­kvæmt Þjóðskrá. Þetta er fjölg­un um 1.349 manns á tíma­bil­inu,“ seg­ir í um­fjöll­un á vef Þjóðskrár.

Fram kem­ur að rík­is­borg­ur­um frá Venesúela hef­ur einnig fjölgað um­tals­vert eða um 60% á þessu tíma­bili. Nú eru 728 ein­stak­ling­ar með venesú­elskt rík­is­fang bú­sett­ir á Íslandi. „Pólsk­um rík­is­borg­ur­um fjölgaði á of­an­greindu tíma­bili um 1.175 ein­stak­linga eða um 5,5% og eru pólsk­ir rík­is­borg­ar­ar nú 5,8% lands­manna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert