Grafalvarlegt ástand meðal augnlækna

Tveggja ára bið er eftir tveggja mínútna aðgerð.
Tveggja ára bið er eftir tveggja mínútna aðgerð.

Ísland er ekki samkeppnishæft um nýja sérfræðilækna eftir sérnám erlendis, vegna stöðu samninga Sjúkratrygginga Íslands við þá.

Þetta er mat Jóhannesar Kára Kristinssonar, augnlæknis á stofunni Augljós. Hann segir það ekki síst gilda um augnlækna og að ljóst sé að staðan í endurnýjun stéttarinnar sé grafalvarleg.

Yfir helmingur yfir sextugu

Nú er svo komið að 59 prósent starfandi augnlækna á Íslandi eru yfir sextíu ára gamlir.

Meira en helmingur þeirra sem eru eldri en sextíu ára, eru yfir sjötugu.

Samningar SÍ við augnlækna hafa nú verið lausir í fjögur ár.

Flestir augnlæknar starfa sjálfstætt og byggist starfsemi þeirra því að miklu leyti á samningum við SÍ.

Jóhannes Kári segir að nýútskrifaðir augnlæknar geti ekki komið heim til starfa eftir nám án nýrra samninga, þar sem þeir séu ekki samkeppnishæfir við aðra augnlækna.

Auk þess segir hann samninga um augnsteinaaðgerðir, sem gerðar eru utan sjúkrahúsa, vera gríðarlega hagstæða fyrir ríkið þar sem aðgerðirnar eru framkvæmdar í mun ódýrara húsnæði.

Aðeins eru í gildi samningar við eina stofu sem sinnir slíkum aðgerðum. Biðlistar í augnsteinaaðgerðir hafa lengst og eru nú nærri tvö ár.

Tekur aðeins tíu mínútur

„Það er bara bilað ástand. Þessar hefðbundnu aðgerðir, sem flestir fara í, taka tíu mínútur.“

Lengri biðlistar leiða svo til tvöfalds heilbrigðiskerfis.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert