Nýnasistatákn á skiltum Hinsegin daga

Frá Austurvelli í dag.
Frá Austurvelli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skemmdarverk hafa verið unnin á skiltum Hinsegin daga við Austurvöll í Reykjavík. Á sum skiltin hefur verið krotað með tölustöfunum 1488 sem eru gjarnan notaðir af nýnasistum.

Frá Austurvelli.
Frá Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bakslag í umræðunni

Undanfarið hefur bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks verið rætt og athygli vakin á nokkrum skemmdarverkum á táknum hinseginleikans hér á landi.

Til að mynda var greint frá því í byrjun júlí að gelt var á hjón fyrir að vera hinsegin. Í lok júlí var síðan spreyjað yfir regnbogatröppurnar hjá Grafar­vogs­kirkju í Grafar­vogi orðið „Antichrist!“ (antikrist­ur) með sprey­brúsa við enda regn­bog­ans.

Tölustafirnir „1488“ eru gjarnan notaðir af nýnasistum.
Tölustafirnir „1488“ eru gjarnan notaðir af nýnasistum. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert