Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum frá Dóminíska lýðveldinu er varðar mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem var myrt árið 2008 í Cabarete í Dóminíska lýðveldinu.
Þetta kemur fram í frétt Vísis um málið.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að í kjölfar umfjöllunarinnar um málið hafi þau komist að því að á sínum tíma hafi ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda og þess vegna var ákveðið að reyna aftur.
Hrafnhildur Lilja var á ferðalagi um heiminn og en hafði starfað á litlu strandhóteli í smábænum Cabarete á norðurströnd Dóminíska lýðveldisins frá því í júlí árið 2008 og þangað til hún var myrt 21. september sama ár.
Stuttu eftir morðið kom fram í Listín Diario, stærsta dagblaðinu á Dóminíska Lýðveldinu, að lögregla hafi yfirheyrt þrjá starfsmenn gistiheimilisins vegna morðsins.
Enginn var sakfelldur fyrir glæpinn.