Miðborgin verður lokuð fyrir akandi umferð á Menningarnótt og hafa rekstraraðilar verið upplýstir um að meðan á lokunum stendur sé ekki hægt að fara inn á svæðið.
Þetta staðfestir Hulda Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, í samtali við mbl.is.
Hafa rekstraraðilar verið beðnir um að ganga þannig frá að allt sé tilbúið deginum áður. Slíkt fyrirkomulag hefur alltaf gengið vel að sögn Huldu.
Þeir sem þurfa að komast inn á lokuð svæði fá aksturspassa, en öllu verður haldið í lágmarki meðan á hátíðinni stendur.
Nánari upplýsingar má finna á hátíðarkorti Menningarnætur.