Stór hluti af rafhleðslukerfi Orku náttúrunnar datt út í um klukkustund laust eftir hádegi í dag og kom það nokkrum að óvörum.
Um 25 mínútur tók að laga vandann sem stafaði af uppfærslu í kerfinu og eru stöðvarnar aftur komnar í lag.
Þetta staðfestir Haraldur Sigfús Magnússon, markaðsstjóri Orku náttúrunnar.
Í flestum tilfellum var um minni stöðvarnar að ræða en einnig duttu hraðhleðslustöðvar út. Vandinn hefur nú verið leystur að loknu greiningarferli hjá fyrirtækinu.