Týr og Ægir enda líklega erlendis

Varðskipin Týr og Ægir seldust á 51 milljón króna.
Varðskipin Týr og Ægir seldust á 51 milljón króna. mbl.is/Árni Sæberg

Meiri lík­ur en minni eru á að varðskip­in Týr og Ægir endi er­lend­is. Þetta seg­ir Friðrik Jón Arn­gríms­son, eig­andi Fag­urs ehf. sem festi kaup á skip­un­um. Hann seg­ist fátt geta upp­lýst hvað verði gert við skip­in en seg­ir „marga mögu­leika til skoðunar“.

Alls fékkst 51 millj­ón króna fyr­ir varðskip­in, að því er fram kem­ur í svari Land­helg­is­gæslu Íslands. Friðrik Jón seg­ir margt þurfa að gera ef á að koma þeim í ein­hvers­kon­ar rekst­ur á ný.

Um er að ræða tölu­vert lægri upp­hæð en hæsta boð sem barst þegar Rík­is­kaup óskaði eft­ir til­boðum í lok síðasta árs. Alls bár­ust þá tvö til­boð og nam það lægsta 18 millj­ón­um króna en það hæsta 125 millj­ón­um.

Gat ekki staðið við kaup­in

Í apríl síðastliðnum gátu Rík­is­kaup greint frá því að gengið yrði til samn­inga við þann aðila sem stóð að öðru til­boðinu. Það gekk þó ekki eft­ir og féll til­von­andi kaup­andi frá til­boði sínu þar sem hann gat ekki staðið við kaup­in.

Hóf­ust í kjöl­farið viðræður við tvo aðra aðila sem endaði með að Fag­ur ehf. fékk að kaupa skip­in á, eins og fyrr seg­ir, 51 millj­ón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert