Aðallega ferðamenn sem ætluðu að gosinu

Gosstöðvarnar í Meradölum eru lokaðar vegna veðurs.
Gosstöðvarnar í Meradölum eru lokaðar vegna veðurs. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það var slatti af um­ferð á Suður­strand­ar­veg­in­um í dag, en ég held að eng­inn hafi þó labbað upp eft­ir, ég held að þetta hafi aðallega verið ferðamenn sem ætluðu að labba.“

Þetta seg­ir Bogi Ad­olfs­son, formaður Þor­bjarn­ar, björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar í Grinda­vík, í sam­tali við mbl.is. Ró­legt hafi verið hjá björg­un­ar­sveit­um við gosstöðvarn­ar í Mera­döl­um í dag.

Gosstöðvarn­ar hafa verið lokaðar í dag og verða það áfram til morg­uns, en veðurút­lit fyr­ir svæðið er ekki gott.

Lög­regla með eft­ir­lit við Suður­strand­ar­veg

„Sjálfsagt marg­ir sem ætluðu að labba í dag, en lög­regl­an er með eft­ir­lit við Suður­strand­ar­veg, þeir sem ætluðu á Sel­foss fengu að fara áfram og þeir sem komu úr hinni átt­inni, á leið í Bláa lónið eða Grinda­vík, fengu að fara yfir. Lög­regl­an var með bíl sitt hvor­um meg­in og einn í miðjunni,“ seg­ir Bogi.

Hann seg­ir að vel hafi gengið að vakta svæðið í dag, en bend­ir á að dag­ur­inn sé ekki bú­inn.

Góður andi sé í björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um og und­an­farna daga hafi gengið ágæt­lega.

„Það er alltaf eitt­hvað af slys­um, en þetta hefst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert