Gönguleiðir lokaðar vegna veðurs

Vegna vaxandi suaustanáttar með rigningu, stefnir gasið frá eldgosinu í …
Vegna vaxandi suaustanáttar með rigningu, stefnir gasið frá eldgosinu í norðvestur yfir Keflavík, Sandgerði og Garð. mbl.is/ Kristófer Liljar

Göngu­leiðir að gosstöðvun­um eru lokaðar í dag vegna veðurs. Þetta staðfest­ir Krist­ín Jóns­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, auk þess sem upp­lýs­ing­arn­ar koma fram inn á sa­fetra­vel.is.

Krist­ín bend­ir á að ákvörðun hafi verið tek­in af lög­reglu, en skil­yrði séu slæm vegna veðurofsa. 

Vegna vax­andi suðaustanátt­ar með rign­ingu, stefn­ir gasið frá eld­gos­inu í norðvest­ur yfir Kefla­vík, Sand­gerði og Garð. Hæg­ari suðlæg átt eft­ir há­degi mun koma til með að færa gasið til norðurs, yfir Voga og Faxa­flóa. 

Gíg­ur­inn sí­fellt mynd­ar­legri

Gíg­ur­inn verður sí­fellt mynd­ar­legri og lokast meira af, að sögn Krist­ín­ar. Að öðru leyti er lít­il breyt­ing á gos­inu. Það renn­ur en frá gígn­um en hraun­flæðið er þó aðeins breyti­legt. Það hef­ur enn ekki runnið út úr Mera­döl­um. 

Kynnt­ar voru mæl­ing­ar í gær sem sýndu fram á minnk­andi rúm­mál hrauns­ins. Krist­ín bend­ir á að það sé erfitt að mæla rúm­mál hrauns, enda þurfi að taka mið af fjölda annarra þátta við slík­ar mæl­ing­ar. Því sé mik­il óvissa og ekki hægt að draga of sterk­ar álykt­an­ir af slík­um mæl­ing­um. 

Í gær var orðið ögn blautt við gosstöðvarnar.
Í gær var orðið ögn blautt við gosstöðvarn­ar. mbl.is/​Guðlaug­ur J. Al­berts­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert