Náttúruvársérfræðingar Veðurstofu halda áfram að fylgjast með Grímsvötnum þrátt fyrir að fluglitakóði yfir svæðinu sé nú grænn, en honum var breytt yfir í gulan rétt áður en gaus í Meradölum.
Mögulegt gos í Grímsvötnum var auk þess rætt á fundi vísindaráðs almannavarna, degi eftir að gjósa tók á Reykjanesskaga í byrjun mánaðarins.
Náttúruvársérfræðingar fylgjast helst með skjálftamælum og óróamælingum á svæðinu en einnig er sérstakt auga haft með Öskju, þar sem landris er þar í gangi og hefur verið í um ár.
Ekki er þó útilokað að í tilfelli Öskju verði fyrirvarinn á gosi skammur og jafnvel talinn í klukkustundum, að sögn sérfræðinga.