Tilkynnt var um einstakling sem hótaði öðrum með hníf í miðbæ Reykjavíkur í dag. Hann var handtekinn og kærður fyrir vopnalagabrot. Þá var brotist inn í bifreið í hverfi 105.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í kvöld.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna tilkynningum um fjúkandi þakplötur og trampólín í Hafnafirði og Garðabæ í óveðrinu í dag. Einnig þurfti að hafa afskipti af fjúkandi trampólíni í austurhluta Reykjavíkur.
Tilkynnt var um ökumann sem sinnti ekki stöðvunarskyldu og ók í hlið annarrar bifreiðar og ók á brott.