Enginn hreppti stóra vinninginn í Vikinglotto í kvöld, en hann hljóðaði upp á 957 milljónir króna.
Miðahafi í Finnlandi hafði þó heppnina með sér og hlaut annan vinning. Fær hann rúmlega 71 milljón í sinn hlut.
Fjórir hrepptu þriðja vinning og fær hver um sig tæplega 900 þúsund krónur. Voru tveir miðar seldir á lotto.is en hinir tveir voru í áskrift.
Þá voru fimm með fjórar jókertölur í réttri röð og fá 100 þúsund krónur hver. Var einn miði seldur í Prins Póló í Þönglabakka í Reykjavík. Þrír voru í áskrift og var einn miði seldur í appinu.