Ók á 63 km hraða á 30-götu

Lögreglan við umferðareftirlit. Mynd úr safni.
Lögreglan við umferðareftirlit. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með umferðareftirlit á Suðurlandsvegi og við Lækjargötu í gær, en um fimmtungur ökumanna ók of hratt á meðan mælingum stóð.

Sá sem ók hraðast á Suðurlandsvegi mældist á 105 km hraða á klst. en þar er hámarkshraði 70 vegna framkvæmda á svæðinu. 

Fram kemur kemur á vef lögreglunnar að alls hafi brot 78 ökumanna verið mynduð á Suðurlandsvegi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt, á móts við Lögbergsbrekku.

Ók á 63 kílómetra hraða á Lækjargötu

Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 378 ökutæki þessa akstursleið og því ók fimmtungur ökumanna, eða 20%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 85 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði (lækkaður hámarkshraði v/framkvæmda). Sá sem hraðast ók mældist á 105.

Þá voru brot 39 ökumanna myndað í Lækjargötu í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt að Vonarstræti. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 213 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 18%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 63.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert