Rok og rigning fyrir sunnan

Bætast mun í vindinn með deginum en rigning verður mest …
Bætast mun í vindinn með deginum en rigning verður mest fyrri part dags. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búast má við að vindhraði náði 15 til 23 metrum á sekúndu sunnan- og vestanlands í dag. Rigning verðu mest með morgninum en suðvestanáttin vex með deginum og þá bætir í vindinn.  Þá kann að þykkna upp á norðaustanverðu landinu eftir því sem á líður. 

Mun hægari vindur verður og léttskýjað á norður- og austurhluta landsins. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings. 

Á sunnan- og suðaustanverðu landinu er því spáð að vindur nái 5 til 13 metrum á sekúndu, með skúrum þegar líður á daginn. Talsverð rigning verður þó á Austfjörðum fram á kvöld. 

Morgundagurinn mun einkennast af austan og norðaustan vindátt, 5 til 13 m/s. Þá mun rigna suðaustan- og austanlands, en annars víða skúrir. Hiti verður 7 til 14 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert