Takmarka umferð við Landspítala á menningarnótt

Mót Snorrabrautar og Leifsgötu verða lokuð á laugardaginn til miðnættis.
Mót Snorrabrautar og Leifsgötu verða lokuð á laugardaginn til miðnættis. mbl.is/Júlli

Takmarkanir verða á umferðarleiðum við Landspítala Hringbraut á menningarnótt á laugardag og gilda þær frá því klukkan sjö um morgun til miðnættis. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala.

Þá verður aðeins hægt að fara til og frá Landspítala um Snorrabraut og Eiríksgötu, en mót þeirra gatna verða lokuð. 

Hliðverðir verða á svæðinu og hleypa inn því fólki sem á erindi á spítalann, en tekið er fram að gera þurfi grein fyrir sér. 

Í tilkynningu segir að starfsmenn Landspítala sem eigi leið til og frá Landspítala Hringbraut á menningarnótt þurfi að hafa starfsmannakortið á sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert