Vatnsstaðan í lóninu orðin nokkuð há

Hlaupin valda örri breytingu á vatnshæð í Svartá og Hvítá …
Hlaupin valda örri breytingu á vatnshæð í Svartá og Hvítá og geta verið varasöm. Ljósmynd/Facebook

Gervitunglamynd frá því í gær sýnir að vatnsstaða í lóni við Langjökul er orðin nokkuð há. Þrisvar, svo vitað sé um, hefur hlaupið úr lóninu, en það var í ágúst 2020, 2017 og í september 2014.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands, þar sem segir að áhugavert verði að fylgjast með framhaldinu.

Fyrst rennur hlaupvatnið undir jökli til suðvesturs, þá í Svartá og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Hlaupin valda örri breytingu á vatnshæð í Svartá og Hvítá og geta verið varasöm ef fólk er á ferli við eða í ánni, að því er segir í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka