„Fallegustu hústökumótmæli sem ég hef séð“

Einar ávarpaði mótmælendur í morgun.
Einar ávarpaði mótmælendur í morgun. mbl.is/Hákon

Mótmæli vegna leikskólavandans í Reykjavík eru hafin í Ráðhúsinu. Var mótmælendum vísað í matsal Ráðhússins og boðið upp á kaffi, kleinur og Svala. 

Fundur borgarráðs hófst núna klukkan níu og mun meirihlutinn kynna tillögur sínar að vandanum eftir hann. Búist er að fundinum ljúki klukkan hálf eitt. 

Sanna Magdalena, Kolbrún og Marta ræða við mótmælendur.
Sanna Magdalena, Kolbrún og Marta ræða við mótmælendur. mbl.is/Hákon

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og  Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, heilsuðu upp á mótmælendur áður en að fundur borgarráðs hófst í morgun.

Einar ávarpaði mótmælendur og sagðist skilja þá vel. Sagði hann að tillögur meirihlutans yrðu kynntar eftir fundinn og myndi hann gjarnan vilja heyra skoðanir mótmælenda á þeim. 

„Þetta eru fallegustu hústökumómæli sem ég hef séð,“ sagði Einar enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert