Gul viðvörun í nótt og varað við skriðuföllum

mbl.is/Kristinn

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. 

Viðvörunin tekur gildi klukkan 1 í nótt á Ströndum og Norðurlandi vestra og verður í gildi til miðnættis á morgun, föstudag.

Úrhellisrigningu er spáð á Ströndum og líkur eru á skriðuföllum á svæðinu. Einnig mun vaxa mikið í ám og lækjum og þær geta orðið illfærar.

Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 3 aðfaranótt föstudags og verður fram á miðnætti sama dag. Spáð er allmikilli rigningu við Djúpið og eru líkur á skriðuföllum á svæðinu. Sömu sögu er að segja þar og á Ströndum þar sem mun vaxa talsvert í ám og lækjum og þær geta orðið illfærar.

Veðurvefur mbl.is

Á Vestfjörðum er spáð allmikilli rigningu við Djúpið.
Á Vestfjörðum er spáð allmikilli rigningu við Djúpið. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert