Veðurstofa Íslands fylgist vel með úrkomu á svæðinu við Langjökul um þessar mundir, en vatnsstaða í lóni við jökulinn er orðin nokkuð há.
Lónið liggur milli Hafrafells og Langjökuls. Það hefur bæst í það sökum úrkomu og bráðnun jökulsins. Komi til þess að lónið fyllist gæti hlaupið úr því og það valdið vatnshæð í Svartá og Hvítá. Þetta staðfestir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands greindi frá þessu á Facebook síðu sinni. Þar er þess minnst að þrisvar hafi vatn hlaupið úr lóninu.