Sigtryggur Sigtryggsson
Það sem af er árinu 2022 hefur sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gefið út leyfi til 56 einstaklinga til að starfa sem löggiltir fasteigna- og skipasalar. Allt eru þetta nýir fasteignasalar.
Að auki hafa nokkrir einstaklingar fengið leyfi sín afhent að nýju, eftir að hafa lagt þau inn tímabundið. Á sama tíma hafa 19 einstaklingar lagt inn leyfi sín á meðan þeir starfa ekki í faginu. Þetta kemur fram í tilkynningum sýslumanns í Lögbirtingablaðinu.
Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á nám til löggildingar fasteigna- og skipasala. Kennsla á næstu námsbraut hefst síðar í þessum mánuði og er fullbókað í námið, að því er fram kemur á heimasíðu Endurmenntunar.
Stefnir í að um 90 manns hefji nám í haust. Síðastliðið vor útskrifuðust 92 úr náminu.
Í Félagi fasteignasala eru um 330 félagsmenn. Innan félagsins eru langflestir löggiltir fasteigna- og skipasalar á Íslandi
Nánar í Morgunblaðinu.