Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði á fyrstu þremur mánuðum ársins um rúm 11% miðað við sama tímabil í fyrra en þær voru alls 3.168.
„Flestar tilkynningar á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 voru vegna vanrækslu, líkt og árin á undan, eða 44,1% tilkynninga. Þetta hlutfall var 43,9% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 og 43% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020. Næstflestar tilkynningar voru vegna ofbeldis, eða 28,1% allra tilkynninga,“ segir í nýútkomnu yfirliti Barna- og fjölskyldustofu (BVS).
Nánar í Morgunblaðinu.