Tillaga um Hamarshöll eftir helgi

Hamarshöllin var íþróttahús bæjarins.
Hamarshöllin var íþróttahús bæjarins. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hönnunarhópur um uppbyggingu Hamarshallar áætlar að skila tillögu sinni næstkomandi mánudag. Hún verður lögð fyrir næsta bæjarráðsfund þar á eftir.

Skilin tefjast um viku vegna sumarleyfa, að því er kemur fram í svari bæjarráðs Hveragerðisbæjar við fyrirspurn fulltrúa D-listans. 

Um miðjan júlí samþykktu fulltrúar O-listans og Framsóknarflokksins tillögu þeirra um að hönnunarhópur yrði skipaður um byggingu hallarinnar og að hann ætti að skila af sér tillögu í síðasta lagi 15. ágúst.

Stefnt er að því að hin nýja Ham­ars­höll verði kom­in upp haustið 2023. Höllin verður ein­angrað hús með burðar­virki úr stál­grind eða öðrum föst­um efn­um. Dúkur hallarinnar fauk af í illviðri 22. febrúar síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka