Viðkoma rjúpunnar aldrei verið lakari

Myndarlegur rjúpnakarri á lyngi.
Myndarlegur rjúpnakarri á lyngi. Fuglavernd

Viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi hefur aldrei verið lakari frá því mælingar hófust 1964 samkvæmt niðurstöðum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Svipaða sögu má segja um útkomuna á Vesturlandi. Ólafur Kári Nielsen, fuglafræðingur hjá stofnuninni, segir alveg ljóst að veiðin verði langt undir væntingum miðað við það sem vorstofninn gaf til kynna en þá var mikil uppsveifla í stofninum á milli ára.

Ástæðan fyrir lakri viðkomu núna er slæm veðurtíð og hretviðri í síðari hluta júní og júlí.

Nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert